Skoða

Vanillubollakökur

Bollakökur

Æðisleg uppskrift sem bragðast svo vel og hentar mjög vel tli að skreytaBollakökur

Uppskrift fyrir ca. 22 bollakökur

235 g  hveiti

2 tsk lyftiduft

125 g ósaltað smjör eða 1 dl olía

1/2 tsk salt

250 g  sykur

1 tsk vanilludropar

2 stk egg (við stofuhita)

180 ml  mjólk við stofuhita

Aðferð:

Ofninn hitaður í 175°

1.    Hveiti, lyftiduft og salt sett í skál og sett til hliðar.
2.    Smjör, sykur og vanilludropar sett í hrærivélaskál og hrært á meðalhraða í 3 mín. eða þar til deigið er létt og ljóst.
3.    Egg sett út í, eitt og eitt í einu og hrært vel á milli. Hveitiblandan sett  varlega saman við deigið og að lokum mjólkin. Blandið vel en varlega saman.
4.    Fyllið bréfformin c.a ½ ef kakan á að vera slétt við brún og ¾ ef það á að fara upp fyrir brún á mótinu. Bréfformin sett  í bökunarmót svo kökurnar haldi sér betur.
5.    Bakað í 17 – 20 mín. (Undir og yfirhiti).
6.    Látið kólna í bökunarmótinu í 5 mín og  taka þau síðan úr og látið kólna áfram á bakka.


19 comments
  1. Hæ hæ ég er með vikublaðið í höndunum og ætlaði að fara að baka regnbogabollakökurnar á bls 13 með vanilluuppskriftargrunninum á bls 4 og þar stendur að það sé 1 bolli af vanillusykri er á móti 2 bollum af hveiti ?
    Er það ekki svolítið gróft eða ?

  2. Sælar, Það er auðvitað val hvers og eins hvaða sykur hann notar. Við notum alltaf Dan Sukker en okkur finnst hann bestur. Sumir geta verið svo grófir.

  3. Hæ … þessar kökur eru mjög indælar …… lalalalalala singing a song!
    hvað koma margar kökur úr þessari uppskrift ?

  4. Sæl! get ég ekki notað þessa uppskirft til þess að búa til regnboga cupcakes?

  5. hæhæ, er hægt að sleppa eggjum og setja súrmjólk í staðinn, ef já hvað á þá að setja mikið af súrmjólk í staðinn ?

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Related Posts