Salsadýfa í glasi

Ertu kannski að fá gesti í kvöld?  Þessi salsadýfa er algjör snilld – þægileg, einföld og rosa góð.

Sá þessa hugmynd á netinu fyrir nokkru og ákvað að prófa.

Þegar ég kemst í góða dýfu fyrir Nachosflögur þá er ekki aftur snúið.

Hér eru leiðbeiningar fyrir þessa flottu hugmynd að salsadýfu í glasi.

Leiðbeiningar 

Fer allt eftir því hvað á að gera mikið svo ekki er tilgreint magn aðeins hráefnin. Þá má vel leika sér með hvert lag og gera það sem þér finnst best.

1. Salsadýfa sem er sett neðst í botinn og á milli laga.

2. Guacamolesósa sett ofan á

3. Ostasósa – sett þar yfir

4. Sýrður rjómi

5. Salsasósan sett yfir ásamt rifnum osti.

Nachosflöga til skrauts ásamt skornu grænmeti t.d. gúrku, tómötum og paprikum.

Borið fram með nachosflögum.

 

 

 

Æðibita skyrterta

 

Dásamlegt að eiga þessa einföldu skyrtertu í frystinum – klikkar ekki.

Uppskrift:  

Botninn: 

1 pk pólókex

10 stk æðibitar

100 g smjör

1 msk sykur

Fylling: 

1 stór dós jarðarberjaskyr

1/2 l rjómi 2 msk súkkulaðibúðingaduft (má sleppa)

100 g Milka oreo súkkulaði – mulið

Skraut: 

Bláberjasulta Rifið súkkulaði Aðferð:  1. Pólókex og æðibitarnir eru muldir í matvinnsluvél. 2. Bráðið smjör blandað saman við ásamt sykri. Blandan er sett í botninn á eldföstu móti og bakað í ca. 10 mínútur við 175°gráða hita. 3. Rjóminn er þeyttur, skyrinu blandað varlega saman við. Muldu oreosúkkulaði hrært saman við ásamt súkkulaðibúðingadufti. 4. Tertan er skreytt með bláberjasultu og rifnu súkkulaði. 5. Tertan er kæld og borin fram köld. IMG_1587

Kleinur

vikan-kleinur

Það er gaman að baka sitt eigið nesti í útileguna, hvernig væri að prófa þessar gómsætu kleinur.

Uppskrift: 

½ kg hveiti

125 g sykur

50 g smjörlíki ( linað við stofuhita)

1 stk egg

5 tsk lyftiduft

3 tsk kardimommudropar

2 ½ dl mjólk

Iso4 matarolía eða steikingarfeiti til að steikja kleinurnar upp úr

Aðferð:

Allt sett í skál og hnoðað. Deigið er smá blautt. Auka hveiti notað til að setja undir og yfir deigið þegar það er flatt út. Flatt út í ferning. Skorið í tígla og snúið upp á hvern tígul. Steikt í olíu í djúpsteikingarpotti. Nota eldhúsbréf undir til að taka mestu fituna þegar kleinurnar eru bakaðar. Gott að fyrsta.

Ömmu vínarbrauð

vikan-vinabraud2

Um daginn gerðum við nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir tímaritið Vikuna.  Hér er ein þeirra, æðisleg uppskrift að gamaldags vínarbrauði.  Þessi voru fljót að hverfa í munninn á fólkinu í kringum mig.

Uppskrift: 

250 g smjörlíki

250 g sykur

500 g hveiti

2 stk egg

2 tsk lyftiduft

kanilsykur

Glassúr

100 g flórsykur

1 tsk smjör – brætt

½ tsk vanilludropar

2 ¼ tsk vatn

½ msk síróp

½ msk kakó – sleppa ef gera á bleikt krem og setja bleikan matarlit í staðinn.

Aðferð:

Allt sett í skál og hnoðað vel saman. Nota auka hveiti þegar deigið er flatt út undir og yfir. Deigið er síðan flatt út og skorið í c.a. 13 cm breiðar lengjur. Hvor hlið er síðan lögð inn að miðju. Gott að hafa smá bil á milli. Sett á bökunarpappír á bökunarplötu og bakað við 175°C í 12 – 15 mín. Gott að hafa glassúrinn tilbúinn áður en vínarbrauðin bakast. Glassúrinn settur í miðjuna á vínarbrauðunum strax þegar þau koma úr ofninum og skorin í bita um leið og búið er að setja glassúrinn á. Kælt. Geymt á köldum stað en mjög gott að frysta.

 

 

 

IMG_8018

Pavlova hittir alltaf í mark. Silkimjúk og gómsæt terta sem bráðnar upp í manni.

Uppskrift: 

6 eggjahvítur

300 g sykur

1 msk kartöflumjöl

1 tsk edik

1 tsk lyftiduft

Fylling: 

1/2 líter rjómi – þeyttur

100 g mjólkursúkkulaði

Ofan á: 

Kíwí

Jarðarber

Karamellusúkkulaði

Aðferð: 

1. Eggjahvítur þeyttar þar til þær eru orðnar ljósar. Sykrinum bætt smám saman útí. Þeytt vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós.  Kartöflumjöli, ediki og lyftidufti er blandað saman við varlega.

2. Sett á plötu klædda bökunarpappír. Bakað í 1 og 1/2 klst við 13o gráða hita.

3.  Rjómi þeyttur og brytjuðu mjólkursúkkulaði blandað saman við.  Sett ofan á botninn.

4. Kakan skreytt með ávöxtum og karamellusúkkulaði.

IMG_8033

Skinkukoddar

IMG_6063A

Það er gaman að leika sér með gerdeigið.  Hér er ný útgáfa af hinum sívinsælu skinkuhornum,  skinkukoddar -litlir ferningar með skinkumyrju, osti og skinku á milli.

Uppskrift: 

650 ml volgt vatn
20 g þurrger
2 msk sykur
2 msk olía
2 tsk salt
1 kg hveiti

Fylling:

Skinka
Skinkumyrja
Rifinn ostur

Aðferð:

1. Blandið volgu vatni og geri saman.

2. Olíunni og sykrinum er blandað saman við.

3. Að lokum er saltinu og hveitinu bætt smám saman við blönduna.

4. Hrærið saman og hnoðið þar til deigið er slétt.

5. Deigið er látið lyfta sér í ca. 1 klst síðan er það flatt út, fylling sett með reglulegu millibili á helming deigsins.

6. Sá helmingur deigsins sem er ekki með fyllingu er lagður yfir hinn hleminginn.

7. Deigið er síðan skorið í ferninga með hálfmánaskera eða kleinujárni þannig að  fylling sé í miðjunni á hverjum ferningi.

8. Hrærið einu eggið við smá mjólk og penslið koddana með blöndunni. Sesamfræjum er síðan sáldrað yfir.  Skinkukoddarnir eru látin lyfta sér í ca. 15-20 mínútur.

9. Bakað við 200°hita í 10 – 15 mínútur.

 

 

 

Karamellu eplakaka

IMG_1557a

Gómsæt karamellu eplakaka er dásamleg á góðum degi.

Uppskrift:

330 g sykur
180 g rjómaostur
125 g smjör við stofuhita
1 tsk vanilludropar
2 stk egg
200 g hveiti
2 tsk lyftiduft
3 – 4 epli
40 g sykur
1/2 tsk kanill

Aðferð:
1. Epli skorin í bita og 40 g sykur og kanill blandað saman og eplunum velt upp úr kanilsykrinum.
2. Smjör, rjómaostur og sykur og vanilludropar hrært vel saman.
3. Eggjum bætt út í einu í einu og hrært vel.
4. Hveiti og lyftidufti bætt varlega út í.
5. Eplin sett saman við deigið og blandað vel saman.
6. Deigið er sett í vel smurt c.a 24 cm form og bakað við 175°C í 40 – 50 mín. Gott að stinga prjóni í kökuna til að gá hvort hún sé bökuð.
7. Karmellan er sett yfir kökuna hvort sem hún er köld eða heit. Góð hvort sem er og borinn framm með rjóma eða ís.

Karamella

125 g smjör
250 g púðursykur
65 ml mjólk

Aðferð:
Allt sett í pott og látið bráðna saman og soðið í 3 – 5 mín. Hellt yfir kökuna.

 

eplakaka2

IMG_1544

 

Pollapönk trommukaka

ponk

Áfram Ísland

Það er gaman að leika sér með sykurmassann. Um að gera að hafa þetta auðvelt og skemmtilegt.

Hér er sykurmassakaka sem myndi sóma sér í Pollapönkpartýinu.

Uppskrift: 

3 x 22 eða 28 cm súkkulaðibotnar sem bakaðir eru úr 2 pökkum af Betty Crocker djöflakökumixi.

Smjörkrem sett á milli: 

500 g  smjör
400 g Dan Sukker flórsykur
2 msk kakó
1 stk eggjarauða
1 tsk vanilludropar
1 msk síróp

Aðferð:

Þeytið saman smjör og flórsykur þar til það verður létt og ljóst, bætið kakói útí og hrærið síðan eggjarauðunni saman við. Að lokum eru vanilludropar og síróp sett út í. Hrært vel saman í 1 – 2 mín.

Kakan er síðan skreytt með sykurmassa. Hægt að kaupa tilbúinn út úr búð í mörgum litum hjá Allt í köku eða Hagkaup.

pollaponk3 pollaponk4

 

 

Royalsnúðar

IMG_1137a

Þessir eru vægast sagt geggjaðir, verður að prófa.

Uppskrift: 

125  ml volgt vatn

20 g þurrger

2 msk sykur

Royal vanillu eða karamellubúðingur

1/2 líter mjólk

2 egg

125 g smjör

1 tsk salt

1 kg hveiti

Brætt smjör til að smyrja á deigið

Púðursykurkanilblanda:

100 g púðursykur

1 msk kanill

Krem: 

Betty Crocker vanillukrem litað með matarlit

Aðferð: 

1. Volgt vatn, ger og sykur er sett í skál. Hrært vel og látið standa í 5 mínútur.

2. Í aðra skál er búðingaduft og mjólk hrært vel saman þar til búðingurinn hefur þykknað aðeins. Bræddu smjöri, eggjum og salti blandað saman við.

3. Gerblöndunni blandað saman við.

4. Hveiti bætt út í og deigið hnoðað vel

5. Deigið er látið lyfta sér á hlýjum stað í 45 mínútur.

6. Deigið er flatt út, smurt með smjöri og púðursykurskanilblöndunni.

7. Deigið rúllað upp og skorið í væna bita. Bitarnir eru settir á bökunarpappír og látnir lyfta sér í 10 mínútur.

6. Snúðarnir eru bakaðir við 190 gráða hita í 20 mínútur eða þar til þeir hafa fengið smá lit á sig.

Gersnudar1

IMG_1093

snudar2